Vissa ráðgjöf
- í þínu liði!



UM VISSU ráðgjöf
Vissa ráðgjöf er einstakur valkostur á sviði ráðgjafar. Sérstaða okkar felst í því að setja saman teymi eftir eðli verkefnis, með réttri blöndu sérfræðiþekkingar, reynslu og tengsla. Þannig tryggjum við árangur og farsæla niðurstöðu fyrir viðskiptavini okkar.
​
Fyrirtækið var stofnað af Ágústi Bjarna Garðarssyni í lok árs 2024 og tók til starfa í upphafi árs 2025. Ágúst Bjarni er með BA gráðu í stjórnmálafræði og MPM gráðu í verkefnastjórnun. Ágúst Bjarni hefur undanfarinn áratug starfað sem aðstoðarmaður ráðherra, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Hafnarfirði og sem þingmaður.
​
Ágúst Bjarni fékk viðurkenningu sem MPM-ari ársins á útskriftarathöfn HR þann 17. júní 2023. Verðlaunin eru veitt fulltrúa MPM námsins sem hefur staðið sig vel í íslensku samfélagi.

Þjónusta VISSU
Vissa ráðgjöf styður fyrirtæki, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila við að ná árangri í verkefnum þar
sem samræma þarf samskipti, ferla og ólíka hagsmuni. Við tryggjum jafnframt markviss samskipti við lykilhagsmunaaðila til að efla orðspor og trúverðugleika með skilvirkri samskiptastefnu.